Íþrótta- og ferðataska með loftun og rauf fyrir UBS hleðslu
Aðalhólfið er rúmgott með þremur aðskildum vösum þar af tveimur með rennilás. Í aðalhólfinu er vasi fyrir hleðslubanka, vasi fyrir t.d. síma ásamt tveimur opnum vösum. Neðst á töskunni er aðskilt rými með rennilás og loftun fyrir skó, fatnað o.s.frv. Framan á töskunni er stór vasi sem er lokaður með frönskum rennilás og aftan á töskunni er vasi með rennilás. Á báðum hliðum eru vasar undir t.d. drykkjarbrúsa.
Taskan passar á handfangið á flestum ferðatöskum sem við drögum á eftir okkur á flugvellinum og setjum í handfarangurshólfið í flugvélinni. Taskan kemur að góðum notum þegar farið er í ræktina, sund, leikfimi, æfingu, bústaðinn eða erlendis.
– Litur: Bleikur, grár og svartur
– Stærð: 47x22x36 cm
– Efni: Nylon
– Vatnsheld
– Sjá video neðst á síðu