MR-9907 Mark Ryden rúmgóð og stækkanleg 34 lítra bakpoki fyrir þá kröfuhörðustu
19.900 kr.
Stílhreinn og vandaður 34 lítra bakpoki með vasa fyrir allt að 17,3″ fartölvu, vasa fyrir allt að 11″ spjaldtölvu og USB tengi utan á hlið töskunnar með tengi inni í tösku fyrir hleðslubanka svo auðvelt sé að hlaða tækin á ferðinni. Taskan er tvískipt og í öðru hólfinu er einn stór vasi með rennilás og fjórir opnir vasar. Í hinu hólfinu er vasi fyrir ferðatölvu og annar fyrir spjaldtölvu ásamt fjórum opnum vösum. Að framan er einn stór vasi með rennilás og að aftan er einn vasi með rennilás. USB-A tengi á hlið ásamt 1x USB-A tengi inni í töskunni ásamt vasa fyrir hleðslubanka.
Það er hægt að stækka töskuna um 8 cm sem eykur plássið verulega. Aftan á töskunni er festing fyrir ferðatöskur svo auðvelt sé að ferðast með hana fasta við handfang ferðatöskunnar í ferðalaginu. Neyðarflauta er á smellu og það eru þrjú handföng til að halda á töskunni auk þess sem hægt er að setja hana á bakið. Virkilega flott og góð taska sem kemur að góðum notum til daglegra nota eða í styttri ferðir.
– Sjá myndband neðar á síðu
– Litur: Grár og svartur
– Stærð: 46x31x24 cm (34,2 lítrar)
– Þyngd: 1,65 kg
– Efni: Oxford sem hrindir frá vatni
– Framleiðandi: Mark Ryden
– MR-9907
Föðurlandið ehf er umboðs- og dreifingaraðili Mark Ryden á Íslandi