Farangurs- og íþróttataska (4 litir)

4.830 kr.

Vönduð og rúmgóð taska sem passar á handfangið á flestum ferðatöskum sem við drögum á eftir okkur á flugvellinum og setjum í handfarangurshólfið í flugvélinni. Taskan er samanbrjótanleg og tekur því lítið sem ekkert pláss í skápnum heima eða ofan í ferðatöskunni.

Taskan er með eitt opið rými ásamt tveimur opnum vösum og einum með rennilás. Aftan á töskunni er vasi með rennilás og festingu til að setja á handfangið á ferðatöskunni. Framan á töskunni er vasi með rennilás og inni í honum er annar vasi með rennilás. Neðst á töskunni er rennilás sem er hægt að opna til að stækka rýmið í töskunni enn frekar.

Þessi frábæra taska kemur að góðum notum þegar farið er í ræktina, sund, leikfimi, æfingu, bústaðinn og erlendis.

– Litur: Blár, bleikur, grár og svartur
– Stærð: 42x28x22 cm
– Efni: Oxford
– Vatnshelt