Farangurs- og íþróttataska ásamt snyrtitösku sem fylgir með

6.700 kr.

Falleg, stílhrein og rúmgóð taska með tíglamynstri sem kemur að góðum notum þegar farið er í ræktina, sund, leikfimi, æfingu, bústaðinn og erlendis. Það er festing á töskunni sem passar á handfangið á flestum ferðatöskum sem við drögum á eftir okkur á flugvellinum og setjum í handfarangurshólfið í flugvélinni.

Taskan er með stóru aðalhólfi ásamt vasa með rennilás öðru megin en hinu megin er stór vasi ásamt þremur minni vösum. Neðst á töskunni er hólf með rennilás fyrir skó, för eða hvað sem er. Framan og aftan eru vasar með rennilás. Með töskunni fylgir snyrtitaska sem lítur eins út og farangurs- og íþróttataskan.

Litur: Bleikur og svartur
Stærð: 52.5 x 16 x 34 cm
Efni: Polyester